Ferill 86. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1993–94. – 1063 ár frá stofnun Alþingis.
117. löggjafarþing. – 86 . mál.


397. Breytingartillögur



við frv. til l. um breytingar á lagaákvæðum á sviði heilbrigðis- og tryggingamála vegna aðildar að samningi um Evrópskt efnahagssvæði.

Frá heilbrigðis- og trygginganefnd.



1.    Í II. kafla frumvarpsins bætist nýr undirkafli, Breytingar á lögum um bátaábyrgðarfélög, nr. 18/1976, með 11 nýjum greinum, svohljóðandi:
    (9. gr.)
                  Eftirtaldar breytingar verði á 2. gr. laganna:
             a.    1. mgr. orðast svo:
                                Allir skipaeigendur, sem eiga vélskip með þilfari 100,49 rúmlestir brúttó að stærð eða minni, sem aðallega eru ætluð til fiskveiða við Ísland, skulu skyldir að vátryggja þau hjá bátaábyrgðarfélagi sem starfar samkvæmt lögum þessum eða hjá öðru vátryggingafélagi sem hlotið hefur starfsleyfi, og með þeim skilmálum sem settir eru í lögum þessum og reglugerðum sem settar eru samkvæmt þeim.
             b.    3. mgr. fellur brott.
    (10. gr.)
                  1. mgr. 5. gr. laganna orðast svo:
                  Ráðherra getur heimilað bátaábyrgðarfélagi að reka aðrar greinar vátrygginga í samræmi við ákvæði laga um vátryggingarstarfsemi.
    (11. gr.)
                  6. gr. laganna orðast svo:
                  Bátaábyrgðarfélag það, sem nú starfar í Vestmannaeyjum, er undanþegið ákvæðum þessara laga. Þó skal því skylt, sé þess óskað, að tryggja fiskiskip, sem skrásett eru í Vestmannaeyjum og eru innan þeirra stærðartakmarka, sem ákveðin eru í 2. gr. laganna. Einnig skal það háð ákvæðum 14. gr. um aðstoð.
    (12. gr.)
                  2. mgr. 7. gr. laganna orðast svo:
                  Á hverju vátryggingarsvæði skal vera eitt bátaábyrgðarfélag. Bátaábyrgðarfélagi eða vátryggingafélagi á tilteknu vátryggingarsvæði er skylt, sé þess óskað, að vátryggja vátryggingarskyld fiskiskip sem skrásett eru á því svæði.
    (13. gr.)


                  2. mgr. 8. gr. laganna orðast svo:
                  Félögin geta óskað endurtryggingar hjá Samábyrgðinni á þeim hluta áhættunnar í hinum vátryggðu skipum sem þau bera ekki sjálf og getur hún ekki undan því skorast.
    (14. gr.)


                  15. gr. laganna fellur brott.
    (15. gr.)


                  1. mgr. 16. gr. laganna orðast svo:
                  Ef fjárhagur gagnkvæms bátaábyrgðarfélags telst ekki sæmilega traustur getur ráðherra ákveðið að lagt skuli aukaiðgjald á vátryggðu. Gjald þetta má eigi vera hærra en 20% af iðgjöldum af vátryggðum skipum og 100% af iðgjöldum trygginga sem snerta útgerð fiskiskipa. Gjald þetta renni í sjóð félaganna.
    (16. gr.)
                  19. gr. laganna fellur brott.
    (17. gr.)
                  21. gr. laganna orðast svo:
                  Ákvæði laga þessara gilda eftir því sem við getur átt um vátryggingafélög önnur en bátaábyrgðarfélög sem vátryggja fiskiskip 100,49 rúmlestir eða minni.
    (18. gr.)
                  22. gr. laganna orðast svo:
                  Ráðherra setur með reglugerð nánari ákvæði um framkvæmd laga þessara, þar á meðal um vátryggingaskilmála.
    (19. gr.)


                  Við lögin bætast tvö ákvæði til bráðabirgða, svohljóðandi:
         
    
    (I.)
                            Setja skal bátaábyrgðarfélögum félagssamþykktir, þar á meðal ákvæði um eignarhald og félagsslit eigi síðar en á aðalfundi 1994.
         
    
    (II.)
                            Bátaábyrgðarfélög hafa frest til 1. janúar 1995 til að færa starfsemi sína að fullu til samræmis við ákvæði laga þessara. Vátryggingasamningar halda gildi sínu fram til þess tíma, að því undanskildu að við eigendaskipti á bátum sem undir lögin falla er nýjum eiganda frjálst að skipta um tryggingafélag.
2.    Við II. kafla frumvarpsins bætist enn nýr undirkafli, Breytingar á lögum um Samábyrgð Íslands á fiskiskipum, nr. 37/1978, með síðari breytingu, með fimm nýjum greinum, svohljóðandi:
    (20. gr.)


                  1. mgr. 2. gr. laganna orðast svo:
                  Samábyrgðin tekst á hendur:
        a.    Endurtryggingu á skipum.
        b.    Aðrar endurtryggingar.
        c.    Frumtryggingar á skipum.
        d.    Frumtryggingar á skipum sem ríkissjóður eða ríkisstofnanir gera út eða sjá um útgerð á.
        e.    Aðrar greinar vátrygginga sem ráðherra heimilar í samræmi við ákvæði laga um vátryggingarstarfsemi.
        f.    Aðra fyrirgreiðslu til fiskiskipaútgerðar sem stofnunin getur í té látið að mati stjórnarinnar og rúmast innan laga um vátryggingarstarfsemi.
    (21. gr.)
                  3. mgr. 5. gr. laganna fellur brott.
    (22. gr.)
                  16. gr. laganna fellur brott.
    (23. gr.)


                  17. gr. laganna fellur brott.
    (24. gr.)
                  Við lögin bætist ákvæði til bráðabirgða, svohljóðandi:
                  Samábyrgð Íslands á fiskiskipum hefur frest til 1. janúar 1995 til að færa starfsemi sína að fullu til samræmis við ákvæði laga þessara. Endurtryggingasamningar félagsins halda gildi sínu fram til þess tíma. Vátryggingasamningar halda og gildi sínu fram til þess tíma að því undanskildu að við eigendaskipti á bátum, sem undir lögin falla, er nýjum eiganda frjálst að skipta um tryggingafélag.